Papco fyrirtækjaþjónusta

Um okkur

Við hjá Papco fyrirtækjaþjónustu sérhæfum okkur í sölu á hreinlætis- og rekstrarvörum til almennra fyrirtækja og stofnana.   Einnig bjóðum við upp á mikið úrval vara fyrir veitingastaði og hótel.   Við erum aðili að rammasamningum Ríkiskaupa í hreinlætisvörum og plastpokum og sinnum því sölu og þjónustu til margra ríkisstofnana og sveitarfélaga.

Í vöruúrvali okkar má finna hreinlætispappír, servíettur, hreinsiefni, plastpoka, einnota umbúðir, hótelvörur, fjáröflunarvörur og margt fleira sem hægt er að skoða og panta í vefversluninni okkar.  Endilega hafðu samband við okkur ef þú sérð ekki hér það sem þig vantar.  Einnig eru sölufulltrúar okkar ávallt reiðubúnir til þjónustu.

Við bjóðum heildarlausnir á betra verði

Umhverfisstefna Papco

Papco hefur það að leiðarljósi að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum.
Papco tekur ábyrgð á umhverfismálum í allri starfsemi fyrirtækisins og ber virðingu fyrir umhverfi og náttúru landsins.
Papco vinnur reglulega að umbótum í umhverfismálum og fylgir þar gildandi lögum og reglum.

Markmið Papco

  • Að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið með ákvarðanatöku sinni og þjónustu.
  • Starfa samkvæmt þeim reglum og lögum sem gilda um umhverfismál og umhverfisvernd á Íslandi.
  • Að bjóða uppá fjölbreytt vöruúrval með vottuðum umhverfismerkjum og vörur sem eru síður skaðlegar fyrir umhverfið.
  • Taka tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup og flutninga á vörum.
  • Taka virkan þátt í flokkun og endurvinnslu úrgangs og lágmarka úrgang og matarsóun.
  • Reyna eftir fremsta megni að notar eingöngu umhverfisvænan pappír.
  • Efla umhverfisvitund starfsmanna og hvetja þá virkra þátttöku í umhverfismálum.
  • Að mæta þörfum viðskiptavinarins í umhverfismálum og auðvelda þeim að velja umhverfisvænni vörur.
  • Upplýsa og fræða viðskiptavini um hvernig lágmarka megi áhrif hreinlætisvara á umhverfið.
  • Reyna eftir fremsta megni að skipta við birgja sem fylgja umhverfissjónarmiðum og reglum um umhverfisvernd í starfsemi sinni.
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð og við höfum samband við fyrsta tækifæri

0
X
preloader